Tilllagan felur í sér að skerpt verði á skilum iðnaðar og íbúðahverfis á Völlunum við Ásbraut á þann hátt að þeirri sjónmengun sem íbúar búa nú við vegna þeirra fyrirtækja sem eru næst íbúðarbyggð, til dæmis vegna tækjaleigu, verði eytt eða að minnsta kosti minnkuð.
Styð 100%
Styð þetta 100%
Styð þetta 100%.
Sammála
Ekki nokkur einasta spurning!
Styð þetta 100%
Tel heils hugar undir þetta. Það gæti t.d. bætt fyrir þá ákvörðun að veita tækjaleigu rekstrarleyfi á þessum stað í hverfinu.
Frábær rök. Ég bý í Vallarhverfinu og hef alltaf fundist það þurfa betri aðskilnað á milli iðnaðar- og íbúðarhverfisins.
Það mundi bæta ásýnd vallahverfisins mikið ef skilin milli iðnaðar- og íbúahverfis yrðu skerpt til muna. Þau fyrirtæki sem eru næst íbúabyggð er af ýmsu tagi og af sumum þeirra er mikil sjónmengun. Þá er góður göngu- og hlaupastígur sem liggur hinum megin við Ásbrautina sem er mikið notaður og það mundi bæta upplifun notenda hans ef sjónmengun yrði minnkuð.
Frábær hugmynd sem ég fagna og er löngu tímabært að komist í framkvæmd. Vellirnir eru í mikilli nálægð við dásemdar náttúru, frábærir hraunbollar og útisvæði og hverfið hefur allt til að bera að vera eitt eftirsóttasta svæði á höfuðborgarsvæðinu ekki síst þegar Skarðshlíðin er nú að bætast við. - Til að sú framtíðarsýn raungerist verða að vera skörp skil á milli iðnaðar- og íbúðabyggðar, það vill engin búa í bakgarði risaiðnaðarsvæðis, sú er upplifun margra íbúa Valla í dag.
Styð fyllilega bættan aðskilnað milli íbúða- og iðnaðarhverfis. Þetta myndi bæði bæta ásýnd hverfisins og vonandi draga úr mengun. Ekki verra ef mosagróið hraunið fær að njóta sín.
Ég styð þetta heilshugar. Það mætti kalla þetta svæði inngang Vallahverfis og það má gjarnan fegra hann og reyna að fela þetta iðnaðarhverfi sem liggur eiginlega of þétt að íbúðabyggðinni.
Algjörlega með þessu og það hefur verið margkallað eftir þessari ráðstöfun í mörg ár.
Styð þetta heilshugar, bæta þarf sjónmengun þessara fyrirtækja
Styð þessa tillögu algjörlega, þatta er mjög mikil galli á Vallarhverfinu og ég vil sérstaklega nefna tækjaleiguna sem á alls ekki að vera þarna og er mjög mikil lýti á hverfinu okkar.
Algjörlega sammála, skildist einhvern tímann að fremstu iðnaðarhúsnæðin ættu eingöngu að vera skrifstofuhúsnæði. Myndi bæta mikið fyrir ásýnd hverfisins og okkur íbúa þess.
Sérstaklega óhress međ tækjaleiguna sem er hèr handan viđ götuna hjá mér og svo er af þessu mikil hætta fyrir börn þar sem þetta er allt à opnu svæđi.
Styð þessa tillögu heilshugar. Sjónmengun mikil, sér í lagi af starfsemi tækjaleigunnar sem er að umfangi allt of stór fyrir það svæði sem hún stendur á. Tæki bókstaflega eins og hráviði út um allt. Aðgengi barna að tækjum óheft, sem skapar mikla hættu.
Löngu tímabært. Styð þessa tillögu heilshugar. Sjónmengun mikil, td. starfsemi tækjaleigunnar sem er að umfangi allt of stór fyrir það svæði sem hún stendur á. Þetta svæði átti að vera fyrir léttan og snyrtilegan iðnað eða þjónustu þar sem skilin eru á milli . Þetta er útsýnið sem okkur er boðið uppá á Eskivöllum Einnig mætti þjónustumiðstöðin girða betur fyrir lóðamörkin hjá sér td. með háum trjám eða klæða girðinguna
Tillagan er í samræmi við upphafleg skipulagsmarkmið, ætti að vera forgangsmál í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar.
Styð heilshugar og bæta mætti fleiri grænum svæðum í hverfinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation