Gera göngu- og hjólastíg frá Völlunum að Hvaleyarvatni. Í kringum Hvaleyrarvatn er eitt vinsælasta útivistarsvæði Hafnfirðinga. Vallarhverfið er mjög nálægt svæðinu en samt er einungis gert ráð fyrir akandi umferð þangað. Það þarf að laga. Það er gróf jafnaður slóði frá Ásvallabraut móts við Hnappavelli og að Hvaleyrarvatnsvegi. Það þarf því bara að ganga frá þeim slóða og svo að útbúa stíg meðfram Hvaleyrarvatnsvegi að vatninu. Ódýr og góð fjárfesting fyrir heilsubæinn Hafnarfjörð.
Frábær hugmynd og löngu tímabær. Það er mikill straumur af fólki frá Völlunum yfir að Hvaleyrarvatni og löngu tímabært að gera almennilegan göngu-/hjólastíg.
Það er stígur frá Áslandshverfinu og Setbergi að vatninu. Af hverju ekki fyrir velli og skarðshlíð. Þetta eru rétt rúmir 2-2,5 km ef stígurinn yrði malbikaður meðfram Hamranesi og að vatninu. Drífa þetta í gang.
Stuð þetta heilshugar, bætir aðgengi, öryggi og nánd okkar við fallegu náttúruna í bænum okkar.
Ógrúlegt að þett sé ekki komið enn. Mikil umferð er þarna og því finnst manni ekki nógu öruggt fyrir krakkana að hjóla þarna. Væri frábært að fà leiktæki til að geta staðinn að enn meiri fjölskylduparadís!
Í kringum Hvaleyrarvatn er eitt fallegasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðissins. Vallarhverfið er steinsnar frá vatninu en samt er einungis gert ráð fyrir akandi umferð. Eðlilega reyna Hafnfirðingar, börn og fullorðnir, samt að fara þangað gangandi eða hjólandi og þurfa þeir þá að vera á veginum. Slíkt er að sjálfsögðu ekki gott og getur verið stór hættulegt. Það er einföld framkvæmd að útbúa göngu- og hjólastíg þessa stuttu leið og í fullu samræmi við markmið heilsubæjarins Hafnarfjarðar.
Styð undir - það vanta góðar hjólastígar víðar í Hafnarfirði, og líka frá Völlunum að vatninu. En huga þarf að gera stigann vel, þ.e. malbikað og án óþarfa brekka / hækkun. Þ.e. fylgja stöðlum fyrir samgönguhjólastígar í Reykjavík. Neikvætt dæmi er stigurinn með Kaldárselsveg sem er með fjölda óþarfa hæða og bratta brekka.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation