Göng undir Reykjavíkurveg

Göng undir Reykjavíkurveg

Umferðaröryggi barna í Norðurbæ er mjög ábótavant. Til þess að komast úr hverfinu á íþróttaæfingu í Kaplakrika eða í Íþróttamiðstöðina Björk þurfa börn og ungmenni að fara yfir Reykjavíkurveginn og síðan einnig Flatahraun. Við gatnamót Flatahrauns og Reykjavíkurvegs er í raun nægt pláss fyrir undirgöng en slíkt mannvirki myndi auka mjög umferðaröryggi allra þeirra fjölmörgu sem fara þessa leið og ekki síst barna og ungmenna.

Points

Er ekki hægt að gera áhættumat og meta hættuna á slysum á þessari leið áður en farið er í dýrar framkvæmdir ?

Samkvæmt því sem fram kemur hér að ofan frá Ásdísi, hefur nú þegar verið gert slíkt áhættumat.

Ég er sammála að það er alltof mikill umferðarþungi á þessari leið og það vantar göngustíg sem tengir Norðurbæinn við Kaplakrika sem væri þannig hannaður að ekki þyrfti að fara yfir götur. Það þyrfti að koma Krónunni á Reykjavíkurvegi burt og hafa aðeins íbúðarhúsnæði þar sem hún er núna.

Ég vildi bara bæta því við að nú fyrir nokkrum dögum var ekið á gangandi vegfaranda sem var að fara yfir þessi gatnamót.

Mjög mikill óþarfa kostnaður færi í það að byggja göng undir Reykjavíkurveginn. Það er nú þegar ljósastýrð gangbraut rétt hjá N1 á Rvv sem stoppar alla bílaumferð fyrir þau börn sem vilja komast yfir.

Það er til skýrsla um umferðaröryggi í Hafnarfirði og þar er útekt á öllum þeim gatnamótum sem Fjörðurinn fagri inniheldur. Gatnamót Reykjavíkurvegs og Flatahrauns eru þar sögð langhættulegust í bænum. Það er mjög mikil og hröð umferð þarna á öllum tímum dags, auk þess sem beygjuljósin (eða öllu heldur þeir bílar sem ætla að beygja yfir götuna og fara yfir gangbrautina þar sem grænn karl er) eru afar hættuleg börnum sem ganga yfir gangbrautirnar. Það eru ekki einu sinni sérbeygjuljós þarna.

Flestir fara yfir þessar Reykjavíkurveginn og Flatahraunið við gatnamót þeirra, en þar eru gönguljós bæði yfir Flatahraunið og Reykjavíkurveginn. Hins vegar þarf einnig að fara yfir aðreinar að þessum götum, þannig að í raun þarf að fara yfir fjórar götur á sama stað til að komast leiðar sinnar. Ekki eru nein gönguljós við aðreinarnar. Það barn er einstaklega vel upp alið sem hefur þolinmæði til að bíða eftir tveimur gönguljósum, sérstaklega þegar það er að verða of seint á æfingu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information