Nú eru skólarnir byrjaðir og enn og aftur þurfa fjölskyldur að eyða stórfé í skólagögn: Stílabækur, möppur, blýanta o.fl auk skólabóka hjá eldri börnum. Það hlýtur að vera hægt að samræma þetta innan bæjarfélagsins. Það segir sig sjálft að ef skólinn/skólarnir gera magninnkaup hlýtur það að vera ódýrara. Annað hvort ætti bærinn að láta skólana samræma innkaupin eða hver skóli ætti að kaupa gögnin, með bæjarfjárveitingu, og foreldrar myndu svo kaupa af skólanum. Þetta væri mikill sparnaður.
Ef bæjarfélagið eða skólarnir tækju sig saman um magninnkaup í byrjun skólaárs myndu foreldrar ekki þurfa að eyða stórfé á ári hverju í skólagögn fyrir börnin. Það er ótrúlegt að ekkert samræmi sé á milli innkaupa hjá skólunum og þetta kostar allt of mikið. Ég veit að skólastjórnendur ráða talsverðu um hvað er lært í skólanum og hvernig en þá gæti amk skólinn gert innkaupin og foreldrarnir keypt af honum, það hlýtur að vera ódýrara.
Allir þekkja það þegar börnin metast um "flottasta" skóladótið og pressuna á foreldra að kaupa það sem er mest í tísku í það og það skiptið. Oft er "flotta" dótið rándýrt og ekki á allra færi að kaupa það. Sameiginleg innkaup myndu létta slíkum þrýstingi af börnum og foreldrum og minnka meting og jafnvel einelti.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation