Ég er íbúi við Norðurbakkann og er íbúðin mín í blokk sem er alveg við Vesturgötuna. Það er töluvert ónæði af umferðinni um götuna og má segja að umferðin sé eiginlega mun meiri en hún þarf að vera. Þegar ekið er í vestur er ekki hægt að beygja inn til blokkanna án þess að þurfa að aka að næsta hringtorgi og koma síðan til baka. Þannig fara mjög margir bílar tvisvar sinnum fram hjá og eykur það umferðina töluvert.
Skipulagið eins og það er núna við Vesturgötuna býður hreinlega upp á aukna umferð. Mikil umferð í íbúðahverfum er hvimleið og ekki mjög fjölskylduvæn. Hægt væri að gera þetta umhverfi mun meira aðlaðandi og notalegra og er fyrsta skrefið að minnka umferðina.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation