Losnum við hundaskítinn

Losnum við hundaskítinn

Gera átak í því að losna við hundaskít af götum bæjarins. Það mætti hrinda af stað vitundarvakningu og jafnvel dreifa plastpokum til hundaeigenda með vel völdum skilaboðum í upphafi átaks. Þá er hægt að herða skilyrði fyrir hundahaldi, auka eftirlit og beita viðurlögum.

Points

Hjartanlega sammála. Ég bý í þessu hverfi og hef oft ekki trúað mínum eigin augum þegar ég geng um hverfið. Það er virkilega hvimleitt að geta ekki gengið á gangstéttum bæjarins án þess að hafa áhyggjur af hundaskít.

Úti í Frakklandi sá maður kassa sem var búið að hengja víða á ljósastaura í þeim voru litlir ókeypis pokar fyrir fólk að nota fyrir hundaskítinn. Síðan er fólk auvðitað hvatt til þess að taka blessaða pokana með sér en ekki skilja þá eftir við göngustíginn eins og maður sér öðru hvoru..

Manni ofbýður algjörlega umgengni hundaeigenda í bænum. Þetta er sérstaklega slæmt í gamla bænum. Ef maður gengur t.d. eftir Suðurgötunni þá þarf maður að klofa yfir hægðir með u.þ.b. tíu metra millibili. Þetta er eins og að vera í hindrunarhlaupi. Maður verður hvað eftir annað vitni að því að fólk á öllum aldri lætur hundana gera þarfir sínar á gangstéttina og laumast svo í burtu. Sumir láta segjast ef maður gefur þeim tiltal eða illt auga en aðrir ekki. Þetta er bara ekki í lagi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information