Það er algjörlega óásættanlegt að börn og fullorðnir í bænum séu heimilislausir vegna ástandsins á almenna leigumarkaðnum og skorts á félagslegum leiguíbúðum. Ef bærinn hefur ekki nógu margar félagslegar íbúðir þá einfaldlega verður hann að kaupa fleiri.
Í 25. grein mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er að finna ákvæði sem fela í sér tilvísun til réttar til öruggra lífskjara, þar á meðal húsnæðis. Einnig kveða lög um félagsþjónustu sveitarfélaga frá árinu 1991, með síðari breytingum, á um skyldur sveitarfélaga við að tryggja öllu íbúum sínum aðgang að húsnæði við hæfi.
Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Í því skyni skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu.
300% sammála.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation