Grænt svæði á Grundartúni í samræmi við vilja íbúa.

Grænt svæði á Grundartúni í samræmi við vilja íbúa.

Sem íbúi við Austurgötu 42, óska ég eftir að Hafnarfjarðarbær geri eitthvað aðlaðandi (leiktæki fyrir börn - sandkassi - rólur ) á svæði sem kallast Grundartún í enda Austurgötu. Fyrir 16 árum var ákveðið í deiliskipulagi að gera þetta svæði að grænu svæði sem hefur verið ágætlega sinnt hvað varðar slátt en trjáhirðing á svæðinu hefur ekki verið nein. Stórir runnar vaxa út á götuna á sumrin og þurfa klippingu og umhirðu. Vinsamlegast sinnið þessu svæði, og setjið niður eitthvað fallegt þarna.

Points

Samkvæmt vilja íbúa 2006 sem söfnuðu undirskriftum gegn húsbyggingu á svæðinu og vilja enn í dag grænt svæði þarna. Allt of lítið er af grænum svæðum í miðbænum, þarna er falin perla sem þarf aðhlynningu, leiktæki (eins og stendur við Hverfisgötu 38b) sem er líka falin perla og alltof fáir vita um. Vinsamlegast athugið að græn svæði eru nauðsynleg í miðbænum þannig að fólk geti sest niður og leyft börnum sínum að viðra sig. Matarbúðin vinsæl búð er þarna á móti, vilji íbúa stendur enn v. þessa.

Takk fyrir þessa tillögu, er svo sammála. Því var lofað fyrir 16 árum að þessi lóð yrði gerð að skemmtilegu grænu svæði. Nú er klárlega tíminn til að gera það flott og fjölskylduvænt. Lóðin er tilvalin, skjólgóð, miðsvæðis, auðveld að girða af og búin að bíða þess í áratugi að fjölskyldur fái að njóta sín í öruggu og fallegu umhverfi í hjarta Hafnarfjarðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information