Gerum rafbílaeigendum kleift að eiga sín hleðslustæði
Ég myndi vilja sjá Hafnarfjörð skara fram úr sem grænn og sjálfbær bær. Einn liður í því væri að greiða götur orkuskiptanna og gera rafbíla eigendum kleift að setja upp hleðslustöðvar við hús sín og þar af leiðandi eiga sín hleðslustæði. Um leið og fólk sér þann kost að eignast sitt hleðslustæði við heimili sitt þá eykur það líkurnar að fólk velji sér grænni orku.
Framtíðin virðist vera í rafmagnsbílum. Tryggjum hleðslustöðvar fyrir utan hvert heimili/hús. Fastsetjum eitt bílastæði fyrir utan hvert heimili/hús með eigin hleðslu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation