Umsókn um leikskólavist er eingöngu merkt "á biðlista" inni á Mínar síður hjá bænum og engar frekari upplýsingar. Það væri afar hjálplegt ef hægt væri að sýna manni númer hvað umsóknin væri á biðlistanum og veita betri upplýsingar svo foreldrar geti skipulagt fram í tímann.
Það er mjög óþægilegt að vera í þessari óvissu að hafa enga hugmynd um hvenær barnið kemst inn á leikskóla uppá hvort tryggja þurfi áframhaldandi daggæslupláss með tilheyrandi kostnaði, hvernig foreldrar eiga að ráðstafa sumarfrísdögum sínum til að dekka mögulegt millibilsástand áður en barnið kemst að og annað þess háttar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation