Frá því Lindarhvammur var skorinn í tvennt og holtahverfið myndað hefur bærinn lofað Suðurbænum að það verði gert útivistarsvæði á Óla Run túni. Það eru til teikningar frá 2003 um hvernig útivistarsvæðið ætti að lýta út. Það virðist sem svo að einhver innan skipulags- og byggingarráðs sé með einskæran ásetning um að á túninu skuli byggja íbúabyggð enda nær árlega sem íbúarnir á Holtinu þurfa að mæta á fund til að hafna og mótmæla áætlunum um deiliskipulagsbreytingu. Útivistarsvæði, ekki íbúðir.
Óla Run tún hefur verið mikið notað af fólki á öllum aldri lengi vel. Áður en mörkin komu og "Wembley" völlurinn var þétt setinn á kantinum var þar lengi spilaður hafnabolti. Nú hefur ærslabelgur prýtt túnið og verið vel sóttur. Hundaeigendur koma með hundana sína í leik og þjálfun þangað. Túnið nota m.a.gönguskíðaiðkendur á veturna, trompetleikarar, motorcross krakkar og erlendir skátar. Leiktæki, stígar, bekkir og prýðisgróður myndi gleðja og styðja við útiveruna sem þegar er stunduð á túninu.
Því miður er Sjálfstæðisflokkurinn með einbeittan brotavilja fyrir nokkra hundrað þúsund kalla þegar það kemur að hagnaði
Algjör no brainer að framkvæma. það eru alltaf krakkar á túninu þegar vel viðrar og eflaust fleiri sem munu koma þegar það er loksins skipulagt sem útivistarsvæði. :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation